Fylgstu með OKKUR!
Málefnin
Öflugt skólastarf sem vekur athyglIFramsókn í Reykjanesbæ vill tryggja að markmiðum nýrrar menntastefnu sveitarfélagsins verði náð. Við höfum lagt ríka áherslu á að bæta starfsumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum og að styðja við nema í fagnámi þeirra. Í leik- og grunnskólum okkar er mikill mannauður sem þarf enn ríkari stuðning. Framsókn vill tryggja að umbótastarf haldi áfram því við trúum að með því að styðja við fagmennsku og vellíðan í starfi þá tryggjum við að í sveitarfélaginu verði áfram öflugir starfshópar í skólasamfélaginu sem leiða þróunarstarf í menntamálum.
|
heilsugæsluna í lag
Samfélagið í Reykjanesbæ hefur lengi barist fyrir því að njóta aðgengilegrar grunnheilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Bæjarbúar hafa því miður ekki notið hennar sem sést meðal annars á því að fjöldinn allur hefur skráð sig í þjónustu annars staðar á landinu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býr að vel menntuðum og hæfum mannauði sem vill samfélaginu vel. Nýlega gaf forstjóri stofnunarinnar og landlæknir það út að þar sem nú sæi fyrir endann á viðamiklum skipulagsbreytingum væri loksins tækifæri til að leita samstarfs við samfélagið um uppbyggingu starfseminnar. Framsókn í Reykjanesbæ vill stíga af krafti inn í þennan samstarfstón og leita allra leiða til að tryggja þau sjálfsögðu réttindi að bæjarbúar njóti öflugrar heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.
|
Íþrótta- og tómstundabærinn ReykjanesbærSamfélagið okkar býr svo vel að hér blómstrar fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Á liðnu kjörtímabili var öllum beiðnum um stuðning og uppbyggingu við íþróttahreyfinguna mætt á einn eða annan máta. Framsókn í Reykjanesbæ mun halda því áfram og bæta í. Við ætlum að gera enn betur með áherslu á að allir bæjarbúar hafi jöfn tækifæri til þátttöku sem og að allir bæjarbúar finni eitthvað við sitt hæfi. Styðjum við sjálfboðaliða íþróttahreyfingarinnar sem og tómstundafélaga, virkt samfélag er öflugt samfélag.
|
Yngsta kynslóðin
Við í Framsókn viljum tryggja að foreldrar sem það kjósa komist út á vinnumarkað þegar fæðingarorlofi lýkur. Fara þarf í átak í góðu samstarfi við dagforeldra til að tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri. Leikskólinn sem tekur svo við sem fyrsta skólastigið er mikilvægur og sú þjónusta sem er veitt þar skiptir samfélagið okkar miklu máli. Börnin stíga þar sín fyrstu skref út í lífið án foreldra sinna og þjónustan gerir foreldrum kleift að taka þátt í atvinnulífinu af fullum krafti. Öflugt og hæft starfsfólk er lykillinn að því að þjónustan mæti þeim ríku kröfum sem samfélagið gerir til hennar. Framsókn ætlar að styðja við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið og þjónustu sem tengist því.
|
miðbæinn á DagskráVið í Framsókn viljum hefja undirbúning að uppbyggingu nýs þjónustukjarna og viljum horfa til þess að það verði gert á reit gömlu slökkvistöðvarinnar og þar í kring. Okkur finnst einnig sjálfsagt að íbúar fái að koma að ákvörðun um uppbyggingu sem þessa. Ef við fáum umboð kjósenda þá viljum við leggja áherslu á að slík uppbygging nái fram að ganga.
|
Fjölbreytt afþreying fyrir fjölskyldurFramsókn vill stuðla að fleiri afþreyingarmöguleikum fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ. Góð tengsl milli barna og foreldra stuðlar að virkni og vellíðan í samfélaginu. Reykjanesbær er fjölskyldu- og menningarbær, vinnum með styrkleika okkar. Framsókn vill styðja við fjölskyldur í bænum á fjölbreyttan máta. Fjölgum tækifærum fyrir fjölskylduna til að njóta saman.
|
Eldra fólk í samfélaginuEldra fólk býr yfir mismunandi reynslu, hefur ólík áhugamál, væntingar og þarfir. Sú þjónusta sem Reykjanesbær býður upp á á að vera fjölbreytt, einföld, aðgengileg og skilvirk. Þjónustan á að snúast um þann sem nýtir hana en ekki um kerfið sjálft. Framsókn í Reykjanesbæ vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og betri þjónustu. Í því felast aukin lífsgæði. Við viljum að eldra fólk komi að gerð tómstundastefnu Reykjanesbæjar. Hvort sem það er heilsuefling, húsnæði til að spjalla, spila, drekka kaffi eða annað þá erum við í Framsókn til í það. Jöfn tækifæri fyrir alla.
|
Útivistarparadísin Reykjanesbær
Stóreflum ræktun og uppbyggingu í landi Reykjanesbæjar og leggjum sterkari grunn að fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Reykjanesbær býr við mikla sérstöðu þegar kemur að tengingu við náttúruna. Framsókn í Reykjanesbæ leggur áherslu á að Reykjanesbær leiði vagninn í framkvæmdum og aðgerðum.
|
Kröftug uppbygging í öllum hverfumReykjanesbær hefur vaxið mikið á síðustu árum, þessi öri vöxtur hefur verið áskorun en skapar á sama tíma fjölmörg tækifæri sem við eigum að nýta.Í þeirri vegferð skiptir öllu að horfa á heildarmyndina og hugsa til framtíðar. Ýmsar hugmyndir eru uppi um uppbyggingu vítt og breitt um bæinn og til að þær raungerist þarf að vinna markvisst að þeim. Það ætlar Framsókn í Reykjanesbæ að gera.
|
fjölbreytt atvinnulíf
Hlutverk Reykjanesbæjar er að skapa fyrirtækjum sem hér starfa framúrskarandi starfsumhverfi sem laðar að öflugt og hæft starfsfólk. Það eru sóknarfæri í atvinnulífinu og margir sem leita eftir tækifærum fyrir utan borgina. Reykjanesbær þarf að leiða vagninn og gera fyrirtækjum á svæðinu kleift að blómstra samhliða því að vinna markvisst að því að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Að því ætlar Framsókn í Reykjanesbæ að vinna.
|
Rekum bæjarfélag fyrir bæjarbúaReykjanesbær er stærsta fjölmenningarsamfélag landsins og á sama tíma mest vaxandi sveitarfélag landsins. Það er af mörgu að taka í rekstri samfélagsins og það er mikilvægt að hafa í huga við alla ákvarðanatöku að bæjarfulltrúar eru að taka ákvarðanir fyrir hönd og í umboði íbúa bæjarins. Það þarf að vanda til verka og það þarf að ganga til verka. Framsókn í Reykjanesbæ hefur sýnt það í verki síðastliðin fjögur ár að við göngum í málin og við ætlum að halda áfram veginn með hagsmuni okkar sem byggjum þetta samfélag í fyrsta sæti.
|
komdu í heimsóknVið viljum heyra hvað brennur á þér.
Heitt á könnunni. FRAMSÓKN Í REYKJANESBÆ Hafnargötu 62, 230 Reykjanesbæ OPIÐ Opnum kosningaskrifstofuna 30. apríl og verður opið alla daga 17:00 - 19:00 |
fRAMSÓKN REYKJANESBÆ
Sveitarstjórnarkosningar 2022 I Persónuverndarstefna