xB Framsókn Reykjanesbæ I Sveitarstjórnarkosningar 2022
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski
Picture


​sighvatur jónsson

Sighvatur jónsson

Tölvunarfræðingur og fjölmiðlamaður
​
3. maí næstkomandi verða 25 ár liðin frá því að við Dóra Hanna Sigmarsdóttir gengum í hjónaband á æskuslóðum okkar í Vestmannaeyjum. Við eigum þrjú börn á aldrinum 12 til 24 ára. Tvö æfa fótbolta með Njarðvík. Dóttir okkar er í Stapaskóla og sonur okkar á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Elsti sonurinn lærði tölvunarfræði og starfar í fjártæknigeiranum.

Ég lærði margmiðlunarhönnun og tölvunarfræði í Árósum í Danmörku árin 2004-2008. Við lærðum margt á því að vera nýbúar í Danmörku. Við fjölskyldan fluttum til Eyja eftir námsárin í Danmörku og höfum verið nýbúar í Reykjanesbæ síðustu fjögur ár.

Ég hef starfað við fjölmiðla í 26 ár og rekið mitt eigið framleiðslufyrirtæki frá árinu 2005. Ég hef unnið sem fréttamaður, við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi og framleitt heimildarmyndir. Undanfarin ár hef ég unnið við upplýsingatækni og starfa ég nú í hugbúnaðardeild hjá Marel.

Ég ákvað að svara kallinu þegar leitað var til mín vegna sveitarstjórnarstarfa fyrir Reykjanesbæ - því mig langar að hafa góð áhrif á öran vöxt sveitarfélagsins okkar.

Ég hef kynnst ýmsum hliðum samfélagsins eftir búsetu í Innri-Njarðvík þetta kjörtímabil. Konan mín kennir á svæðinu, börnin æfa fótbolta og ég er í Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Njarðvíkur. Íþrótta- og menntamál standa mér því nærri. Einnig hef ég mikinn áhuga á mikilvægi fjölmenningar og aðlögunar eftir að hafa verið nýbúi í Danmörku og hér í Reykjanesbæ. Áralöng reynsla mín af fjölmiðlum og markaðsstörfum getur nýst á sviði menningarmála sveitarfélagsins. Ég hef framleitt myndbönd fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og hef öðlast reynslu af mikilvægi ferðamennsku og kynningarmála sveitarfélaga. Svo hef ég lært helling af viðtölum sem ég hef tekið og fréttum sem ég hef flutt - oftar en ekki af málefnum sveitarstjórna.
​
Ég er yfirleitt kallaður Hvati. Það voru vinnufélagar mínir á FM957 sem byrjuðu að nota það nafn. Innan fjölskyldunnar er ég alltaf kallaður Sighvatur - systur mínar kölluðu mig þó stundum „Shvati“ í den.
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski