xB Framsókn Reykjanesbæ I Sveitarstjórnarkosningar 2022
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski

​Sköpum jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf

Fjölbreytt ATvinnulíf

Hlutverk Reykjanesbæjar er að skapa fyrirtækjum sem hér starfa framúrskarandi starfsumhverfi sem laðar að öflugt og hæft starfsfólk. Það eru sóknarfæri í atvinnulífinu og margir sem leita eftir tækifærum fyrir utan borgina. Reykjanesbær þarf að leiða vagninn og gera fyrirtækjum á svæðinu kleift að blómstra samhliða því að vinna markvisst að því að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Að því ætlar Framsókn í Reykjanesbæ að vinna.
 
  • Samfélagið í Reykjanesbæ er í grunninn byggt upp af sterkum tengingum við sjávaröflin, styrkjum tengsl okkar við eina af undirstöðuatvinnugreinum landsins og tryggjum að viðhaldsklasi sjávarútvegsins rísi við Njarðvíkurhöfn.
  • Við höfum rætt það opinberlega að við viljum Landhelgisgæsluna í heild sinni til Reykjanesbæjar, meginþungi í starfsemi gæslunnar er nú þegar á svæðinu.
  • Störf án staðsetningar eru hluti af nútíma atvinnulífi. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ styður við einstaklinga sem vinna í störfum án staðsetninga og eins líka þeim sem starfa hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu en vinna fjarri vinnustaðnum ákveðna daga í viku. Vinnum saman með atvinnulífinu að því að aðstaða sé til staðar fyrir þennan hóp í bænum okkar.
  • Tryggjum raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2.
  • Reykjanesbær býr nú þegar að öflugum fyrirtækjum í landeldi sjávarafurða og tengdum atvinnugreinum, nýtum þá þekkingu sem er til staðar og stuðlum að því að landeldi eflist enn frekar m.a. með nýtingu auðlinda sem Reykjanesvirkjun skapar.
  • Verum í forystu þegar kemur að uppbyggingu á flugvellinum. Uppbygging þar er ekki einkamál þeirra sem hann reka og viðhafa starfsemi þar. Íbúar Reykjanesbæjar leggja til vinnuafl, loftrými, vegi og aðra innviði sem stórir vinnustaðir þurfa á að halda. Reykjanesbær sem stærsta sveitarfélagið á svæðinu og mikilvægasti hagsmunaaðilinn að rekstrinum á að hafa sterkari tengingu inn í daglegan rekstur þar.
  • Stærstu fyrirtækin í samfélaginu hafa mikið um það að segja hvernig bæ við byggjum, leitum leiða til þess að þau verði öll virkir þátttakendur í samfélaginu og styðji við menningar-, íþrótta- og tómstundastarf. Allir með, ekki bara sumir.
  • Þetta er ekki búið! - enga mengandi stóriðju í Helguvík og segjum bless við kísilverið.
  • Reykjanesbær eigi sæti í stjórnum þeirra ríkisfyrirtækja og stofnana sem hafa starfsemi á svæðinu.
  • Vinnumiðlunarþing  í samstarfi við atvinnulífið. Hefjum kröftugt samstarf við Vinnumálastofnun, Virk og aðra tengda aðila til að koma öllum sem geta unnið í vinnu eða virkni. Rjúfum félagslega einangrun! Virkni eykur vellíðan.
  • Bjóðum stofnanir sem hafa umsvif á svæðinu okkar velkomin s.s. Tollstjóra, Útlendingastofnun, Ferðamálastofu og fl.
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski