xB Framsókn Reykjanesbæ I Sveitarstjórnarkosningar 2022
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski
Picture


​Díana Hilmarsdóttir

Díana Hilmarsdóttir

Forstöðumaður Bjargarinnar
​
Ég er forstöðumaður í Björginni geðræktarmiðstöð Suðurnesja, með BA í félagsráðgjöf og útskrifast með diplómagráðu í geðheilbrigðisfræði frá HA í vor..Ég er gift Önundi Jónassyni véltæknifræðingi. Við eigum þrjú börn á aldrinum 16 til 24 ára, Kristófer Mána, Emelíu Nótt og Kormák Andra.

Málefni fólks frá vöggu til grafar skipta mig máli, hvernig getum við hlúð sem best að fólki og mætt því þar sem það er statt. Að búa í samfélagi sem er samheldið, með jákvæðum anda þar sem allir geta notið sín. Mikilvægt er að halda áfram að styðja vel við íþróttir, tómstundir og menningu þar sem það hefur jákvæð áhrif á andlega líðan og dregur úr félagslegri einangrun. Ég vill sjá hvatgreiðslur þróast áfram og hækka ásamt því að þær verði lækkaðar niður í 4ra ára aldur, sem og að hvatagreiðslur til eldri borgara verði í boði. Ég vill sjá fjölbreyttari atvinnustarfsemi á svæðinu okkar, aukið samstarf við menntastofnanir t.d HÍ og HA, að við nýtum okkur tæknina til þess að efla fjarnám enn frekar og gera íbúum á Suðurnesjum auðveldara fyrir að fara í nám. Mikilvægt er að gerð verði frístundastefnu fyrir Reykjanesbæ og frístundastarf barna og ungmenna eflt til muna. Hverfismiðstöðvar fyrir börn og ungmenni til að koma saman er nauðsynlegt í okkar langa bæ til að efla félagslega samveru á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Áhugamál eru íþróttir, ræktin og að ferðast. Synir mínir æfa fótbolta og finnst mér gaman að horfa á leiki hjá þeim. Ég hef gaman af tónlist og bókalestri. Ef sjónvarpsgláp er áhugamál þá er ég sek. Mér finnst gaman að ferðast með fjölskyldunni. Ég hef áhuga á fólki, finnst gaman að hjálpa fólki, sjá fólk vaxa og dafna hvort sem er í leik eða starfi og ná markmiðum sínum.
​
Sturluð staðreynd: Sama hversu upptekin ég er í lífinu þá finn ég alltaf tíma til að horfa á sjónvarpið, er það sem er kallað hámhorfari.

Ég er mikil félagsvera og elska að vera innan um fólk. Ég er glaðvær, hress og oftast trúðurinn þar sem ég er. Ég get nú líka verið alvarleg, ég er vinur vina minna og alltaf til í að rétta hjálparhönd. Við eigum eitt líf og mikilvægt er að brosa, hlæja, hafa gaman og njóta þess til hins ítrasta.
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski