xB Framsókn Reykjanesbæ I Sveitarstjórnarkosningar 2022
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski
Picture


​​Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir

halldóra fríða þorvaldsdóttir

Verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli hjá Reykjanesbæ
​
​Ég er 41 árs gömul gift Friðriki Gunnarssyni og saman eigum við Ernu Dís 20 ára, Elísu Helgu 17 ára og Eydísi Sól 10 ára. 
Ég er grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum í kennslu blindra- og sjónskertra frá University of Birmingham og hef starfað í mennta- og velferðarmálum í rúma tvo áratugi sem kennari í Reykjanesbæ, kennsluráðgjafi á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta og sem kennsluráðgjafi og verkefnastjóri á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Er varabæjarfulltrúi, varaþingmaður og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar.

Ég hef mikinn áhuga á hinum ýmsu málefnum sem snúa að því að bæta samfélagið okkar. Hef sérstakan áhuga á mennta- og velferðarmálum. Ég hef fylgt stelpunum mínum eftir í körfuboltaiðkun þeirra og nú síðast dansi og hef gaman af. Þær verða stundum mjög vandræðalegar vegna mikils áhuga móður þeirra. Okkur finnst gaman að ferðast saman og hafa „kósýkvöld“. Annars hef ég gaman af tónlist, zumba dansi, ólíkri menningu og er fréttasjúk.

Ég vil leggja áherslu á að stuðla að vellíðan í skólastarfi með því að styrkja námsgleði, námsáhuga og bæta samhliða því námsárangur. Ég vil tryggja mótun öflugra barna m.a. með því að vinna markvisst að markmiðum farsældarlaganna og að tryggja öllum börnum þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag foreldra. Með þessu tel ég að við getum stuðlað að betri líðan til framtíðar. Öryggi fjölskyldunnar í atvinnu-, mennta- og heilbrigðismálum skiptir mig miklu máli. Við sem fjórða stærsta sveitarfélag landsins eigum að skapa jarðveg fyrir viðspyrnu í fjölbreyttum atvinnutækifærum á svæðinu, nám án staðsetningar og vinna í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk HSS að bættu aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu.

Ég tel mikilvægt að eldra fólk geti haft áhrif á eigið líf og að þeim séu tryggð örugg og farsæl efri ár m.a. með því að festa heilsueflingu í sessi, með aukinni innleiðingu á velferðartækni og fjölbreyttri þjónustu sem byggð er á einstaklingsþörfum.
Það sem fáir vita um mig er að ég er alin upp af æðarbónda, hamskera og miklum veiðimanni (og auðvitað mömmu líka) en af þessum sökum átti ég alls konar tímabundin gæludýr í æsku s.s. refayrðlinga, fálka, uglur, æðarunga og fleira sem þykir ekki sérstaklega eðlilegt. Svo beið ég eftir gamlárskvöldi með mikilli eftirvæntingu sem barn en þar kom árlega við sögu haglabyssa – saga sem ég get sagt þeim sem vilja heyra. Lofa að hún er mjög skemmtileg.
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski