xB Framsókn Reykjanesbæ I Sveitarstjórnarkosningar 2022
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski

​Yngsta kynslóðin

​Yngsta kynslóðin

Við í Framsókn viljum tryggja að foreldrar sem það kjósa komist út á vinnumarkað þegar fæðingarorlofi lýkur. Fara þarf í átak í góðu samstarfi við dagforeldra til að tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri. Leikskólinn sem tekur svo við sem fyrsta skólastigið er mikilvægur og sú þjónusta sem er veitt þar skiptir samfélagið okkar miklu máli. Börnin stíga þar sín fyrstu skref út í lífið án foreldra sinna og þjónustan gerir foreldrum kleift að taka þátt í atvinnulífinu af fullum krafti. Öflugt og hæft starfsfólk er lykillinn að því að þjónustan mæti þeim ríku kröfum sem samfélagið gerir til hennar. Framsókn ætlar að styðja við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið og þjónustu sem tengist því.
 
  • Foreldrastyrkir sem jafngilda niðurgreiðslu til dagforeldra fyrir þær fjölskyldur sem bíða eftir dagvistun. Þetta er réttlætismál!
  • Tryggjum dagvistun fyrir börn frá 12 mánaða aldri.
  • Höldum áfram þróun á framsæknu og nútímalegu starfsumhverfi í leikskólum
  • Þjónustusamningur við dagforeldra til að styðja þá og þeirra þjónustuþega.
  • Skoðum leiðir til að koma á fót ungbarnaklasa, stað þar sem dagforeldrar geta starfað saman og samnýtt aðstöðu. Vinnum þá hugmynd í góðri samvinnu við dagforeldra.
  • Tryggjum samfellu í þjónustu. Eðlileg framvinda er fæðingarorlof - dagforeldri - leikskóli án þess að rof verði þarna á milli. Við viljum tryggja að svo verði í góðri samvinnu við foreldra, dagforeldra og leikskóla. Það mun taka tíma en við verðum að hefja þessa vinnu.
 
  • Festum til framtíðar að foreldrar barna sem eru hjá dagforeldri, orðin 18 mánaða en ekki komin með leikskólapláss greiði sama gjald til dagforeldris og þau greiddu fyrir leikskólaplássið.
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski