xB Framsókn Reykjanesbæ I Sveitarstjórnarkosningar 2022
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski

​Framtíðin ræðst á miðjunni

​Framtíðin ræðst á miðjunni

Menntamál
Eldra fólk
Yngsta Fólkið
Atvinnulífið
Íþróttabærinn
Heilbrigðismálin
Útivistarparadís
Hverfið þitt
Fjölskyldan
Ábyrgur Rekstur
Miðbærinn
Þú leggur mörg og mikilvæg málefni í hendur þinna bæjarfulltrúa. Þess vegna skiptir máli að þú vitir hvar við stöndum og hvað við viljum gera fyrir bæinn okkar. Við í Framsókn viljum snúa vörn í sókn og fara að skipuleggja til framtíðar og framkvæma eftir því skipulagi.  Hér finnur þú allt um framtíðarsýn Framsóknar og þau mál sem við leggjum áherslu á. Við höfum ígrundað málin vel og vitum að það skiptir máli hvernig við ætlum að ná þessum markmiðum. Mörg þeirra nást með mikilli samvinnu við íbúa, atvinnulífið og aðra sem að þeim koma. Við ætlum að leiða þau samtöl til að tryggja að áherslurnar nái fram að ganga og trúum því að saman getum við gert gott samfélag enn betra.
 
Áherslur Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí tengjast stefnu sveitarfélagsins til 2030 sem mótuð var á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka.
 
Vönduð og fagleg vinna liggur að baki áhersluatriðum í stefnu sveitarfélagsins sem endurspeglar mikilvægi þess að fjárfesta í fólki. Framsókn í Reykjanesbæ vill tryggja að þeim markmiðum verði náð. Áhersluatriðin eru:

  • Börnin mikilvægust: Styðjum börn svo þau blómstri í fjölskyldunni, skólum, íþróttum og tómstundum - og aukum þannig kraft samfélagsins.
  • Vellíðan íbúa: Aukum lífsgæði og samskipti bæjarbúa og veitum jöfn tækifæri til heilbrigðs lífs og hamingju.
  • Vistvænt samfélag: Vinnum í átt að sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir, hömpum náttúrufegurðinni og gerum bæinn grænan og áhugaverðari.
  • Fjölbreytt störf: Nýtum framsækna skóla til að næra nýsköpun, skapa vel launuð störf og gera bæinn að eftirsóttum stað til búsetu.
  • Kraftur fjölbreytileikans: Nýtum til fulls kosti fjölbreytileikans og eflum alla bæjarbúa til að búa sér og börnum sínum gott líf með virkri þátttöku í samfélaginu.
  • Skilvirk þjónusta: Þróum í sameiningu þjónustu sveitarfélagsins og mætum síbreytilegum þörfum íbúa.

Reykjanesbær - skemmtilegasti bær landsins
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski