xB Framsókn Reykjanesbæ I Sveitarstjórnarkosningar 2022
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski

Frambjóðendur

Þetta erum við!

Framboðslisti Framsóknar til sveitastjórnarkosninga í Reykjanesbæ 2022 

1. sæti

Picture

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir

Meira

2. sæti

Picture

Bjarni Páll
​tryggvason

Meira

3. sæti

Picture

Díana
​hilmarsdóttir

Meira

4. sæti

Picture

Róbert Jóhann guðmundsson

Meira

5. sæti

Picture

trausti
​arngrímsson

Meira

6. sæti

Picture

sighvatur
​jónsson

Meira
Picture

Aneta Zdzislawa Grabowska

Einkaþjálfari, zumba kennari og snyrtifræðingur
​7.sæti

Ég er 39 ára gömul , fædd og uppalin í Póllandi en flutti til Íslands fyrir 14 árum síðan. Ég er gift Helga Steinarssyni málara. Ég er móðir drengs á grunnskólaaldri og stúlku á menntaskólaaldri

Ég starfa við zumba kennslu í Reykjanesbæ og er með ráðgjöf á sviði heilsu og hreyfingar. Samhliða þessum störfum hef ég sótt mér menntun og námskeið á sviði einkaþjálfunar og næringar.

Ég er metnaðarfull og hef brennandi áhuga fyrir velferð íbúa Reykjanesbæjar. Ég hef mikinn áhuga á að starfa áfram að þessum málum, fái ég tækifæri til þess." Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, taka upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnar.
​
Ég hef mikinn áhuga á að láta til mín taka í málefnum fjölskyldna á svæðinu og halda áfram að byggja upp öflugt íþrótta- og tómstundastarf. Ég tel að lykilþáttur í góðri heilsu og vellíðan íbúa sé gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu

Picture

Sigurður Guðjónsson

Framkvæmdastjóri og bílasali
8.sæti

Kvæntur Karólínu Björg Óskarsdóttur hárgreiðslu meistara og skólaliða, saman eigum við 3 börn fædd á árunum 2005, 2007 og 2011

Gekk í Myllubakkaskóla, Holtaskóla, FS, og Iðnskólinn í Reykjavík Löggiltur bifreiðasali.

Framkvæmdarstjóri og eigandi Bílasölu Suðurnesja
Áhugamálin eru allnokkur og sveiflast til eftir stemmingunni hverju sinni.
Ég er með óbilandi áhuga á allskonar tækjum og tólum allt frá borvélum, keðjusögum og upp í báta, snjósleða bíla og jeppa. En við fjölskyldan eigu sumarbústað sem er mitt helsta áhugamál.

Ég hef gengt stjórnunarstörfum í Skátunum , Björgunar- og hjálparsveitum, verið í stjórn svæðisstjórnar, Sit í stjórn Reykjaneshafnar, sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og stjórn Framsóknarfélags Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær, Reykjanesið og þau tækifæri sem hér eru til sköpunar á enn betra samfélagi með fjölbreyttum atvinnutækifærum, stórum sem smáum, að nýta fjölbreytileikann og þann kraft sem býr í svæðinu og þeim sem það byggja.
Ég brenn fyrir áframhaldandi verkefnum Reykjaneshafna.
Eins er ég sérlegur áhugamaður um bætta heilbrigðisþjónustu og málefni eldriborgara á Suðurnesjum.
​
Sturluð staðreynd: Ég get verið hamhleypa í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur ef þannig liggur á mér, en ég á í bölvuðu basli með að halda bílskúrnum í röð og reglu ​

Picture

Friðþjófur helgi karlsson

Skólastjóri
​9.sæti

Sambýliskona mín og verðandi eiginkona er Laufey Bjarnadóttir sérfræðingur á Velferðarsviði Reykjanesbæjar. Við eigum samtals 6 börn á aldrinum 12 – 28 ára og 2 barnabörn.

Ég er með B.ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands og M.ed. próf í stjórnun menntastofnana frá HÍ.

Ég starfa sem skólastjóri Háaleitisskóla. Ég hef starfað sem skólastjórnandi í tæp tuttugu ár, þar áður starfaði ég sem kennari. Ég er einnig fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, lét af störfum sem slíkur um áramótin er ég flutti í Reykjanesbæ.
Ég er mikill áhugamaður um skóla- og æskulýðsmál, mannrækt, heilsueflingu, íþróttir og útivist ásamt því að hafa áhuga á sögu, stjórnmálum og náttúru landsins okkar. Og svo má ekki gleyma því að ég er harður stuðningsmaður Manchester United.

Ég brenn fyrir mennta- og velferðarmálum en einnig íþrótta- og æskulýðsmálum. Mér er velferð barna ofarlega í huga og þá ekki hvað síst réttur þeirra til jafnra tækifæra. Málefni Ásbrúar og samfélagsins þar eru mér einnig afar hugleikinn. Þar þarf að hlúa vel að og byggja upp til framtíðar. Og mikilvægur aðdragandi þeirrar uppbyggingar er að þar rísi nýr grunnskóli sem fyrst.
​
Skemmtileg staðreynd: Ég er kallaður Bibbi af því að móðursystur minni, sem þá var 2 ára, fannst nýfæddur frændi minn sem fékk nafnið Friðþjófur svo líkur bangsanum sínum. En bangsann sinn kallaði hún alltaf Bibba þar sem hún átti erfitt með að segja bangsi.

Picture

Bjarney rut jensdóttir

Lögfræðingur
​10.sæti

Ég er í sambúð með Lúðvík Ásgeirssyni sem starfar sem grafískur hönnuður. Saman eigum við fimm börn sem eru á aldrinum 7-28 ára og eitt bónus barnabarn sem er 13 ára.

Ég lauk prófi frá Tollskóla ríkisins árið 2002 og er með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Einnig hef ég lokið grunnnámi í bókhaldi frá endurmenntun Háskóla Íslands.

Mér finnst ótrúlega gaman að eyða stundum með vinum og fjölskyldu en er mjög heimakær og finnst fátt notalegra en að horfa á góða mynd með fjölskyldunni. Ég æfði körfubolta með Njarðvík á yngri árum og finnst finnst ótrúlega skemmtilegt að horfa á körfuboltaleiki, áhuginn fyrir öðrum boltaíþróttum hafa verið að koma sterklega inn síðastliðin ár, þá aðallega þegar Ísland er að keppa.

Ég brenn mikið fyrir málefnum Ásbrúar eftir að ég starfaði þar og kynntist mörgu af því dásamlega fólki sem þar býr. Vinna þarf markvisst að því að gera svæðið fjölskylduvænt með því að gera græn svæði og byggja upp leikvelli og annars konar útisvæði í öllum hverfunum. Fara þarf markvisst í að efla unglingastarfið á svæðinu og er mjög mikilvægt að næsti grunnskóli verði byggður þar.
​
Huga þarf að eldra fólki í bæjarfélaginu. Ég hef miklar áhyggjur af því að fólk sem er hætt að vinna sökum aldurs einangrist frá samfélaginu og þarf að hlúa vel að þeim hópi. Mikilvægt er að skoða hvatagreiðslur fyrir eldri borgara líkt og börnin.
Reykjanesbær er ört stækkandi bæjarfélag og hefur íbúafjöldi aukist mikið síðastliðin ár. Laða þarf allar stærðir fyrirtækja á svæðið og með því, fjölga atvinnutækifærum á svæðinu.​

Picture

Birna ósk óskarsdóttir

Grunnskólakennari
​11.sæti

37 ára á árinu, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, var plötuð í Reykjanesbæ og vil hvergi annars staðar vera í dag.

Gift Inga Þór Þórissyni knattspyrnuþjálfara UMFN, saman eigum við þrjú börn á aldrinum 8 til 23 ára

Þegar ég flutti til RNB árið 2007 hóf ég störf í Akurskóla þar sem ég hef næstum því unnið við allt nema stjórna skólanum. Þar fékk ég tækifæri á því að mennta mig og gerði það samhliða því að starfa sem umsjónarmaður frístundarskólans og síðar sem umsjónarkennari sem ég starfa enn við.

Ég er með B.ed próf í kennslufræðum, læsi og lestrarkennslu og MT próf í kennslufræði.

Ég elska að hreyfa mig, ég vakna flesta morgna kl 05:20 og hitti góðan hóp af fólki í Sporthúsinu. Við hjónin eigum svo okkar sameiginlega áhugamál sem er hjólreiðar en við hjólum eins og vindurinn um Reykjanesið þegar veður leyfir. Fjölskyldan hefur öll gaman af boltaíþróttum og fylgjumst við vel með íslenskri knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað ferðalög innanlands sem utan.

Menntamál, íþróttir og tómstundir og velferð eru eitthvað sem stendur mér næst. Það skiptir mig miklu máli að allir einstaklingar geti tekið þátt og fengið þá þjónustu sem þeir þurfa, óháð efnahag.
​
Sturluð staðreynd: Ég elska þjóðhátíð meira en flestar aðrar hátíðir, í þau tvö skipti sem ég komst ekki á þjóðhátíð var ég heima með ungabarn en grét mig í svefn og var mögulega mjög pirruð og leiðinleg við þá sem voru í kringum mig. Myndi ekki leggja það á neinn að vera í kringum mig ef ég kemst ekki til eyja á þjóðhátíð en aftur á móti mæli ég með að flestir komi í heimsókn í hvíta tjaldið mitt, þar er alltaf stuð og stemning.​

Picture

Unnur ýr kristinsdóttir

verkefnastjóri hjá kfum og k hjá íslandi

Kvænt Ástþóri Óðni Ólafssyni og saman eigum við Ólöfu Hlín Ástþórsdóttur og hundinn Klaka.

Tómstunda-og félagsmálafræðingur með master í verkefnastjórnun og starfa sem verkefnastjóri hjá KFUM og K á Íslandi

Ég legg mikið upp úr því að rækta sjálfa mig og finnst gaman að stunda einhvers konar líkamsrækt og næra andlegu hliðina. Auk þess finnst mér gaman að ferðast innanlands sem og utanlands.

Mér finnst einstaklega skemmtilegt að hitta vini og vandamenn og fagna lífinu með þeim. Einnig finnst mér einstaklega gaman að taka þátt í allskonar félagsstarfi og kynnast nýju fólki.
​
Ég vill leggja meiri áherslu á fólkið í samfélaginu okkar og hvernig við getum skapað og þjónustað alla í okkar samfélagi með betri hætti, því lengi má gott bæta. Það er mannauðurinn sem skiptir sveitarfélag eins og Reykjanesbæ mestu máli!
Sturluð staðreynd: Ég er mjög gjörn á að búa til skemmtileg orð yfir hluti, t.d. Dekkjastrekjari:felgulykill, Neglið:hamar- svo lengi mætti telja.​

Picture

Gunnar jón ólafsson

verkefnastjóri í eldvarnareftirliti
​13.sæti

41s árs kvæntur Margréti Ósk Heimisdóttur kennara hjá Akurskóla, saman eigum við Söru Lilju 22 ára og Erni Ólaf 14 ára.

Menntun Atvinnuslökkviliðsmaður, löggildur sjúkraflutningamaður og eldvarna eftirlitsmaður svona í grunninn.

Atvinna er verkefnastjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja byrja þar 2003 lengst af á vakt eða til 2019 þá tek við sem verkefnastjóri.

Áhugamál, utanlandsferðir og fjölskyldan
​
Ég brenn fyrir réttlæti og sanngirni á öllum sviðum samfélagsins.
Sturluð staðreynd, var í hljómsveit Brunavarna Suðurnesja sem var skírð Sálin hans Gunnars Jóns míns​

Picture

andri fannar freysson

tölvunarfræðingur
​14.sæti

Giftur Söru Dögg Margeirsdóttur kennara, eigum saman tvær stelpur eina 4 ára og eina nýfædda.

BSc í tölvunarfræði og hef unnið hjá LS Retail síðustu 5 ár sem forritari.
Helstu áhugamálin eru íþróttir, spilaði körfu og fótbolta frá unga aldri og valdi ekki á milli þessara tveggja fyrr en ég varð 18 ára. Ég hef einnig mikinn áhuga á nýrri tækni og finnst mjög gaman að skoða allar þær nýjungar sem eru að gerast í tækni lausnum heimsins. Verð að bæta við áhugamáli mínu á rafmyntum en ég hef lesið og skoðað rafmyntir mikið frá árinu 2016 og sú della er ekkert að minnka.

Helsta málefni sem ég brenn fyrir er íþrótta aðstaða í Reykjanesbæ og framtíðarsýn hennar.

​Sturluð staðreynd: Þegar ég var 12 ára þá kom sirkus til landsins sem var hérna í einhverjar vikur. Þau voru með námskeið hvernig á að vera trúður og ég fór á það námskeið en ekki ennþá notað þá reynslu reyndar.​

Picture

Birna þórðardóttir

viðurkenndur bókari hjá HSS
15.sæti

Gift Gunnari Sumarliðasyni matreiðslumanni, við eigum þrjá gifta syni og fimm barnabörn.

Iðnnám og diplómanám frá HR og starfa í reikningshaldi hjá HSS
Áhugamál, geng mér til heilsubótar um allan Reykjanesbæ og það leiddi til mikils áhuga á nærumhverfinu. Hreinn bær er flottur bær.
​
Sturluð staðreynd, ég get ekki verið í biðröð​

Picture

Halldór Ármannsson

trillukall
​16.sæti

Giftur Ásdísi Erlu Jónsdóttur í 25 ár og 39 ára samband. Eigum þrjú börn og þrjú barnabörn.

Er með sveinspróf í pípulögnum og er einnig með skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi. Hef starfað sem smábátasjómaður með eigin atvinnurekstur sl. 20 ár og hef einnig rekið harðfiskverkun sl. þrjú ár.

Helsta áhugamálið eru ferðalög um hálendi Íslands með fjölskyldu og vinum á fjallahúsbílum og fjallgöngur um sjaldséðar náttúruperlur. Þá er líkamsrækt mjög ofarlega á blaði hjá okkur hjónum og erum við oftast í ræktinni kl 6 á morgnana.
​
Ég myndi vilja að unnið væri markvissara að lýðheilsumálum og fyrr byrjað að kynna fyrir börnum hve mikilvæg hreyfing og góð næring er fyrir framtíðina. Atvinnumál eru ofarlega á blaði og að unnið sé af heilindum fyrir samfélagið.

Er með bíladellu á nokkuð háu stigi og á rúmlega 50 ára gamlan Mustang.​

Picture

Karítas Lára Rafnkelsdóttir

Ráðgjafi hjá björginni
​17.sæti

Ég er 25 ára, fædd og uppalin í Reykjanesbæ. Sambýlismaður minn er Eiríkur Kristinn Kristjánsson. Hann á einn strák úr fyrra sambandi, sem er 6 ára, sem ég sé ekki sólina fyrir.

Ég útskrifaðist úr Háskóla Íslands með B.Sc. gráðu í sálfræði árið 2020. Árið 2021 útskrifaðist ég svo með diplómagráðu í sálrænum áföllum og ofbeldi úr Háskólanum á Akureyri. Í dag starfa ég sem ráðgjafi í Björginni - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja, þar sem ég er ráðgjafi einstaklinga sem glíma við geðrænan vanda í endurhæfingu.

Ég er mikill tónlistar- og bókaunnandi, veit fátt betra en að setja plötu á fóninn sem spilar á meðan ég les góða bók. Ég hef stundað nám við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ og lærði þar á víólu. Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum og náttúrunni, hef ferðast vítt og breytt um landið og get ekki beðið eftir því að heimsækja fleiri staði. Uppáhalds staðurinn minn til að eyða í útivist eru skógi vaxin svæði með fjöllin umlykjandi.

Ég brenn fyrir málefnum velferðar, þá einkum geðræktar. Ég vil auka aðgengi að sálfræði- og ráðgjafarþjónustu til að komast til móts við þá miklu þörf fyrir þess konar þjónustu hér í Reykjanesbæ. Einnig vil ég bæta umhverfisvitund og kolefnisjöfnun á svæðinu okkar. Mikilvægt er að við ræktum skóga og bindum þá mengun sem kemur frá bæði bíla- og flugumferð. Með því er bæði hægt að sporna gegn frekari áhrifum mengunarinnar á svæðið og íbúa þess, binda lognið sem fer ansi hratt yfir Suðurnesið og gera fallegt útivistarsvæði sem komandi kynslóðir geta nýtt sér.
​
Skemmtileg staðreynd: Ég syng og flauta mikið, þó að ég sé nú ekki góð í því. Ef ég fæ lag á heilann mæli ég með að fólk haldi sig í góðri fjarlægð, og sé þá helst í öðru herbergi.​

Picture

eva stefánsdóttir

verkefnastjóri hjá icelandair og mba nemi
​18.sæti

Gift Örvari Þór Sigurðssyni vefhönnuði og við eigum tvö börn á aldrinum 12 og 15 ára. Ég starfa sem Verkefnastjóri hjá miðlægri verkefnastofu Icelandair og hef unnið hjá fyrirtækinu í 6 ár. Ég er menntaður Viðskiptafræðingur frá HR og er að klára MBA gráðu frá Háskóla Íslands í maí 2022.

Ég er uppalin í Njarðvík og spilaði körfubolta, fótbolta og sund á yngri árum og hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum. Það lá því vel við þegar mér var boðið að vera formaður Íþrótta-og Tómstundaráðs á liðnu kjörtímabili, þar lá áhugasviðið og hef ég lagt mig fram í stefnumarkandi breytingum til lengri tíma með miklum stuðningi frá mínu samstarfsfólki. Önnur áhugamál eru golf en ég er nýbyrjuð að stunda þá íþrótt og er alveg í skýjunum með nýja inniaðstöðu GS sem opnaði á dögunum.
Að mínu mati hefur íþróttaiðkun jákvæð áhrif á andlega líðan og eflir félagslega hæfni. Aukið fjármagn til íþróttahreyfingarinnar og stuðningur við fyrirkomulag eins og hvatagreiðslur er því afar mikilvægur málaflokkur til þess að byggja upp heilbrigt samfélag.

Það sem ég brenn fyrir er að bæta hag bæjarbúa og þá sérstaklega barna, hvort sem það er stuðningur við hreyfinguna, betri íþróttaaðstaða, hvatagreiðslur og lengi mætti telja. Við höfum náð frábærum árangri á síðastliðnum árum í þessum málaflokki en framundan eru stór verkefni eins og Afreksbrautin sem þarf að klára að skipuleggja til framtíðar með þarfir íþróttahreyfingarinnar í huga.

Sturluð staðreynd: Ég elska að fara í rússíbana en síðast þegar ég fór á fertugsafmælinu mínu þá hugsaði ég með mér, nei nú er ég orðin of gömul fyrir þetta.
​
Skemmtilegt um mig: Ég er mjög mikill extrovert myndi ég segja, ég elska að vera innan um fólk og er oftast í þrem til fjórum vinahópum og alltaf eitthvað í gangi. Það er bara svo gaman að hittast og hafa gaman og þá sérstaklega þegar það eru sameiginleg áhugamál.​

Picture

Ingibjörg linda jones

hjúkrunarnemi og starfsmaður hss
19.sæti

Í sambúð með Ursku Pavlec og saman eigum við hana Ísabellu Lunu sem er 3ja ára.
Ég er fjórða árs nemi í hjúkrunarfræði og útskrifast í júní. Ég starfa sem hjúkrunarfræðinemi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Ég hef áhuga á að ferðast og eyða tíma með fjölskyldunni. Einnig hef ég mikinn áhuga á handavinnu og prjóna mikið. Það er líka mjög fínt að skella góðum þætti á og njóta heima.

Málefni sem ég brenn fyrir eru réttlæti fyrir alla. Ég brenn fyrir málefnum barna og velferð þeirra. Mér finnst skipta miklu máli að allir hafi jöfn tækifæri og jafna möguleika óháð efnahagi. Einnig brenn ég fyrir málefnum aldraðra, að þeir geti notið sín á efri árum og fundið fyrir öryggi með fjölbreyttri þjónustu.
​
Sturluð staðreynd: Þegar ég var 8 ára fór ég til Bandaríkjanna til að hitta langafa minn sem við fundum eftir margra ára leit, en hann hafði komið til Íslands með hernum í gamla daga. Þegar við lentum beið fréttastofan eftir okkur og tók okkur í viðtal!​

Picture

sævar jóhannsson

húsasmíðameistari
​20.sæti

Sævar Jóhannsson er menntaður húsasmíðameistari. Hann er fæddur og uppalinn í Keflavík og býr í Njarðvík. Hann er giftur henni Ingibjörgu Maríu Einarsdóttur og eiga þau saman soninn Róbert Karl sem er 9 ára. Sævar hefur mikinn áhuga á verkalýðs og kjaramálum og öllum málefnum tengt atvinnumálum og iðnaði og auðvitað setur hann fjölskylduna í fyrsta sætið.

Picture

Kristinn þór jakobsson

viðskiptafræðingur og innkaupastjóri
​21.sæti

Kristinn Þór er fæddur árið 1957 og er viðskiptafræðingur, cand.oecon af fjármálasviði við HÍ 2001 og með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun við HÍ 2012. Meistararitgerð hans fjallaði um sviðsmyndagreiningu á mögulegum framtíðum Keflavíkursafnaðar. Kristinn Þór er fulltrúi í Miðstjórn Framsóknarflokksins frá 2004 og var bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ frá 2010-2018.

Kristinn Þór starfar í dag sem innkaupastjóri Reykjanesbæjar frá 2019 en starfaði áður sem rekstrarstjóri lagers eldhúss og matsala Landspítala Háskólasjúkrahúss.
Kristinn var í Barnaskólanum í Keflavík, í Gagnfræðaskóla Keflavíkur og í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði. Hann lærði matreiðslu á Hótel Loftleiðum og í Hótel- og veitingaskóai Íslands 1974-78, lærði frönsku við Háskólann í Grenoble 1979-80
​
Kristinn Þór var matreiðslumeistari hér á landi á ýmsum veitingastöðum, í veiðihúsinu við Laxá í Kjós, mötuneyti varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og var veitingamaður á Glóðinni í Keflavík. Þá var hann matreiðslumaður í Noregi, við veiðihús í Corbett Park þjóðgarðinum í Uttra Pradesh á Norður-Indlandi, við frumskógarhótelið Tiger Tops Jungle Lodge í Karnatika á Suður-Indlandi og í Chitvan í Nepal.

Picture

jóhann friðrik friðriksson

alþingismaður
​22.sæti

Jóhann þekkja flestir en hann er þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, bæjarfulltrúi og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jóhann er giftur Erlu Hafsteinsdóttur, talmeinafræðingi, og eiga þau þrjú börn.

Jóhann er menntaður lýðheilsufræðingur frá Suður-Karolínuháskóla í Bandaríkjunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs en lét af störfum þegar hann var kosinn á þing síðastliðið haust. Jóhann á sæti í utnaríkismálanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og situr í þjóðaröryggisráði.

Ég er alinn upp á Háaleitinu í Keflavík og hef alla tíð verið mjög virkur í félagsstarfi á ýmsum vettvangi. Mér finnst skemmtilegt að vinna með fólki og trúi því að bestu tímar okkar séu framundan hér í Reykjanesbæ. Ég skil vel allt það fólk sem hingað hefur flutt á undanförnum árum. Það er gott að búa í samfélagi sem einkennist af samkennd, virðingu fyrir fjölbreytileika og krafti til athafna.

Ég er óendanlega stoltur af því öfluga framsóknarfólki sem skipar lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Hópurinn er fjölbreyttur og með mikla reynslu úr atvinnulífi, skipulagsmálum, fræðslumálum, félagsmálum og íþrótta- og tómstundamálum svo eitthvað sé nefnt. En umfram allt hefur okkur í Framsókn tekist að efla grasrótina svo um munar á síðustu árum.

Það bakland er ómetanlegt í þeim verkefnum sem framundan eru við stefnumótum og stjórnun bæjarfélagsins okkar.

Sturluð staðreynd: Ég hef mjög gaman af góðu gríni og uppistandi og hef sjálfur nokkrum sinnum troðið upp á þeim vettvangi. Það má alltaf sjá björtu hliðarnar og fátt er betra en að hlæja af lífinu og tilverunni.
​
Skemmtilegt um mig: Ég spila á trommur og fjárfesti í rafmagnstrommum til þess að hlífa fjölskyldu og nærumhverfi fyrir óhljóðum.​
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski