xB Framsókn Reykjanesbæ I Sveitarstjórnarkosningar 2022
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski
Picture


​Trausti arngrímsson

trausti arngrímsson

Viðskiptafræðingur
​

Ég er í sambúð með Völu Rún Vilhjálmsdóttur viðskiptafræðing, saman og samanlagt eigum við 5 börn á aldrinum 1 árs – 19 ára

Er með BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu frá Háskólanum á Bifröst

Ég á og rek fyrirtækið Popp og co ehf sem er lítið fjölskyldu fyrirtæki sem var stofnað á síðasta ári

Ég hef brennandi áhuga á flest öllum íþróttum og þá helst fótbolta og körfubolta. Ég æfði fótbolta, körfubolta, sund og frjálsar íþróttir á mínum yngri árum. Ég hef verið í stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur síðastliðin ár. Einnig hef ég mikinn áhuga á stangveiði, ég ásamt öðru góðu fólki hér í Reykjanesbæ stofnuðum á dögunum fluguveiðifélag Suðurnesja. Það er fátt sem toppar ferðalög með fjölskyldunni og erum við fjölskyldan dugleg að heimsækja bústaðinn okkar í Skorradal.

Stjórnmál er stórt áhugamál, ég hef haft áhuga á stjórnmálum frá blautu barnsbeini. Síðastliðin 4 ár hef ég setið í Menningar- og atvinnuráði, verið stjórnarmaður í Brunavörnum Suðurnesja ásamt því að vera varabæjarfulltrúi fyrir Framsókn í Reykjanesbæ. Fyrst og fremst hef ég áhuga á fólki og vil vinna að bættu samfélagi fyrir alla.

Þau málefni sem ég brenn fyrir eru atvinnumál, íþrótta- og tómstundamál og velferðarmál hér í Reykjanesbæ. Ég vil gera sveitarfélagið okkar samkeppnishæft við önnur sveitarfélög hvort sem það eru einstaklingar sem vilja flytjast hingað eða sækja fyrirtæki á svæðið. Tækifærin eru í Reykjanesbæ.
​
Sturluð staðreynd: Ég var í tveimur metal hljómsveitum þegar ég var unglingur og önnur þeirra var dauðarokks hljómsveit.
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski