xB Framsókn Reykjanesbæ I Sveitarstjórnarkosningar 2022
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski

Fjölbreytt uppbygging í öllum hverfum

Byggjum upp og gerum það vel

Reykjanesbær hefur vaxið mikið á síðustu árum, þessi öri vöxtur hefur verið áskorun en skapar á sama tíma fjölmörg tækifæri sem við eigum að nýta.Í þeirri vegferð skiptir öllu að horfa á heildarmyndina og hugsa til framtíðar. Ýmsar hugmyndir eru uppi um uppbyggingu vítt og breitt um bæinn og til að þær raungerist þarf að vinna markvisst að þeim. Það ætlar Framsókn í Reykjanesbæ að gera.
  • Í öllum hverfum þarf að tryggja að innviðir séu tilbúnir fyrir vistvænar samgöngur, aðgengi að rafhleðslu fyrir ökutæki skiptir máli í þeim efnum, við viljum tryggja að svo verði.
  • Í Innri Njarðvíkurhverfi þarf m.a. að keyra áfram byggingu leikskóla í Dalshverfi III, ljúka þarf byggingu Stapaskóla, og að samhliða verði þjónustukjarni hverfisins útbúin. Menningarlíf eflist með tilkomu bókasafns og sundlaugar ásamt nýjasta íþróttamannvirki bæjarins. Mikilvægt er að Reykjanesbær fylgi því eftir að heilsugæsla rísi sem allra fyrst.
  • Í Ásbrúarhverfi þarf m.a. að taka upp rammaskipulagið sem unnið var og tryggja að þétting hverfisins fari af stað og að tengja hverfið við Ásahverfið. Mikilvægt er að bygging á nýjum skóla í hverfinu fari í forgang. Við viljum láta setja Reykjanesbrautina í stokk svo tengja megi önnur hverfi betur við Ásbrú.
  • Í Ytri Njarðvíkurhverfi þarf ljúka við byggingu Ásahverfis, tryggja uppbyggingu við Njarðvíkurhöfn og við Fitjar, útivistarmöguleikar þar eru vannýttir. Leysum umferðarmálin á Njarðarbraut, þessi umferðarþyngsta gata bæjarins þarf aðgerðir sem allra fyrst. Klárum að skipuleggja uppbyggingu íþróttasvæðisins við Afreksbraut.
  • Í Keflavíkurhverfi þarf m.a. að ljúka uppbygginu í Hlíðarhverfi og við Pósthússtræti. Tryggja þarf að Hafnargatan og Smábátahöfnin taki á sig þá mynd sem kynnt hefur verið og að framtíðaruppbygging við Flugvelli og Aðaltorg raungerist.
  • Í Helguvík þarf að huga að því að möguleikar verði á umhverfi fyrir fjölbreytta starfsemi sem m.a. tengist hafnar- og flugtengdum rekstri. Aðalskipulag sem nú er í kynningu leggur grunn að því að draumar um mengandi stóriðju víki endanlega, við höfum barist fyrir því og munum fylgja því eftir. Lykilatriði er að horfa heildrænt á svæðið og skipuleggja það til framtíðar.
  • Skipulag Reykjanesbæjar, Kadeco, Suðurnesjabæjar og Isavia í kringum flugvöllinn býður upp á mikla möguleika sem skiptir máli að Reykjanesbær hagnýti, við ætlum að tryggja að svo verði.​
  • Heim
  • Frambjóðendur
    • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
    • Bjarni Páll Tryggvason
    • Díana Hilmarsdóttir
    • Róbert Jóhann Guðmundsson
    • Trausti Arngrímsson
    • Sighvatur Jónsson
    • Aneta Grabowska
    • Allir frambjóðendur
  • Málefnin
    • Stefnuskrá
    • Menntamál
    • Yngsta kynslóðin
    • Ábyrgur rekstur
    • Atvinnulífið
    • Íþróttir og tómstundir
    • Heilbrigðismálin
    • Útivistarparadís
    • Hverfið þitt
    • Eldra fólk
    • Miðbærinn
    • Fyrir fjölskylduna
  • Hafðu samband
  • Polski